Sérrit - Menntakvika 2023 - Netla veftímarit um uppeldi og menntun (2024)

Sérrit 2023 – Menntakvika 2023 | Birt 31.12. 2023

Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit – Menntakvika 2023 er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjórar: Jón Ingvar Kjaran og Arngrímur Vídalín. Anna Bjarnadóttir annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.

Greinarnar

Anna Magnea Hreinsdóttir.
Samstarf um nám barna og þekkingarsköpun: Áherslur í tengslum leikskóla og grunnskóla í menntastefnum fjögurra sveitarfélaga

Markmið rannsóknarinnar sem hér er fjallað um er að greina þær áherslur sem eru í samstarfi leikskóla og grunnskóla í fjórum sveitarfélögum á Íslandi og á hverju þær byggja. Samfella í námi barna og ungmenna er undirstrikuð í alþjóðlegri stefnumótun um skólamál. Lögð er áhersla á að nám barna og ungmenna eigi að vera samfellt frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla, þar sem skólastigið sem tekur við byggir á þeirri reynslu og námi sem barnið hefur öðlast á fyrri stigum, fremur en að markviss undirbúningur fari fram fyrir næsta skólastig. Í þessari grein eru menntastefnur fjögurra sveitarfélaga og samstarfsáætlanir leikskóla og grunnskóla innan hverfa skoðaðar, í ljósi greiningar Moss (2013) á þremur tegundum samstarfs leikskóla og grunnskóla, og hvernig best sé að tryggja samfellu í námi barna og koma í veg fyrir rof. Niðurstöður skjalagreiningarinnar sýndu aukna áherslu á fjölbreytt og þverfa*glegt samstarf í núgildandi menntastefnum sveitarfélaganna.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Sunna Símonardóttir
Menntun eða þjónusta? Þrástef og þversagnir í umfjöllun fjölmiðla um leikskóla

Mikil fjölmiðlaumræða varð um leikskóla á árunum 2020–2022. Þann 14. janúar 2020 samþykkti meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að stytta opnunartíma leikskóla um hálftíma síðdegis, hafa skólana opna til 16:30 í stað kl. 17. Höfundar greindu umræðuna næstu 13 daga á eftir. Einnig voru greindir kosningapistlar fyrstu 13 dagana í maí 2022 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Samtals voru þetta 59 greinar, fréttir og pistlar. Leitað var svara við spurningunum: Hvað er leikskóli og til hvers er hann? Hvað er ætlast til að börn fái út úr leikskóladvöl? Rannsóknin gefur skýrt til kynna að tekist er á um framtíð leikskólakerfisins á Íslandi. Höfundar undirstrika mikilvægi þess að uppbygging leikskólakerfisins taki mið af fjölþættum hlutverkum hans í íslensku samfélagi, þar sem virðing er borin fyrir þeim öllum.

Hjördís Sigursteinsdóttir
Algengi kulnunar leikskólakennara og grunnskólakennara á árunum 2019–2023

Kulnun í starfi er vel þekkt meðal starfsfólks sem vinnur í nánum samskiptum við annað fólk eins og starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og menntageiranum. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða þróun kulnunar meðal kennara í leik- og grunnskólum fyrir og eftir covid faraldurinn í því augnamiði að meta að hve miklu leyti kennarar upplifi andlega og líkamlega þreytu og örmögnun gagnvart starfi sínu og nemendum. Rannsóknin byggir á langtímapanelrannsókn þar sem rafrænn spurningalisti var lagður fyrir leik- og grunnskóla­kennara í ellefu sveitarfélögum árin 2019, 2021 og 2023. Niðurstöðurnar sýna að hlutfall þeirra sem mælast með veruleg og alvarleg kulnunareinkenni, hvort sem um er að ræða persónutengda kulnun, starfstengda kulnun eða kulnun gagnvart nemendum, hækkar marktækt milli áranna 2019, 2021 og 2023. Hlutfall með veruleg og alvarleg kulnunareinkenni hækkar marktækt bæði meðal leikskólakennara og grunnskólakennara. Þessar niðurstöður gefa til kynna að líðan leikskólakennara og grunnskólakennara hafi versnað á covid tímabilinu og gefa jafnframt vísbendingar um neikvæð áhrif á getu þeirra til að takast á við starfið.

Kolbrún Þ. Pálsdóttir
Tilgangur og tengsl ungmenna við eigið líf, annað fólk, náttúru og hið yfirskilvitlega

Rannsóknir benda til þess að ungmenni í samtímanum upplifi líf sitt síður merkingarbært en ungmenni gerðu áður, og þau eigi erfiðara með að finna lífi sínu tilgang. Í þessari grein er sjónum beint að því hvaða tilgang og merkingu ungmenni upplifa í tengslum við eigið líf, annað fólk, náttúru og hið yfirskilvitlega. Vísbendingar eru um að það að upplifa sterk siðferðistengsl við sjálfa sig, annað fólk, náttúru og umhverfi sitt hafi jákvæð áhrif á líf einstaklinga og hjálpi þeim að takast á við erfiðleika og áskoranir. Rannsóknin byggist á gögnum úr alþjóðlegu rannsókninni Health Behaviour in School-Aged Children (HBSC) og Íslensku æskulýðsrannsókninni sem lögð var fyrir vorið 2022. Niðurstöður sýna að meirihluti ungmenna upplifði merkingarbær tengsl við annað fólk og náttúru og taldi mikilvægt að finna til persónulegs tilgangs. Minnst var tenging ungmenna við hið yfirskilvitlega, þ.e. að tengjast æðri mætti og telja mikilvægt að íhuga eða biðja. Ólíkt fyrri rannsóknum þá kom í ljós að tengsl við aðra var sá þáttur sem skoraði hæst, en tengsl við eigið sjálf fylgdi fast í kjölfarið. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að ástæða er til að huga að því hvernig skapa megi ungmennum samfélag og svigrúm til að upplifa persónulegan tilgang og finna til merkingarbærra tengsla við annað fólk, náttúru og hið yfirskilvitlega.

Berglind Rós Magnúsdóttir og Helgi Þorbjörn Svavarsson
Menntun eða úrræði? Stefnumótun íslenska ríkisins um fullorðinsfræðslu

Þessi grein sprettur upp úr heildarendurskoðun á framhaldsfræðslukerfinu hér á Íslandi sem hófst í janúar 2023. Skoðað er hvernig stjórnvöld á Íslandi hafa skilgreint markmið fullorðinsfræðslu í frumvörpum sínum og lögum allt frá 1974. Í framhaldi af því er rýnt í framtíðarsýn UNESCO, OECD og íslenskra stjórnvalda varðandi menntun fullorðinna og að lokum velt upp hvernig má nýta þessar greiningar og stefnuskjöl til markvissrar endurskoðunar á gildandi lögum um framhaldsfræðslu (nr. 27/2010) sem unnið er að um þessar mundir. Greining frumvarpanna leiðir í ljós að hugmyndafræði almennrar menntunar með víða skírskotun til fjölbreyttrar menntunar fyrir alla hefur æ meir vikið fyrir aukinni tæknihyggju og skólahyggju sem beinist fyrst og fremst að þröngum hópi fullorðinna einstaklinga með stutta skólagöngu að baki. Einnig kemur fram að núverandi lög um framhaldsfræðslu ná ekki að takast á við þær áskoranir og þrástef sem koma fram í fjölþjóðlegum framtíðarstefnuskjölum OECD og UNESCO.

Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Svava Björg Mörk
Samkennsla tveggja námskeiða í staðlotu í leikskólafræðum: Starfendarannsókn í háskólakennslu

Í greininni er fjallað um þróunarverkefni í háskólanámi þar sem fléttað var saman kennslu í tveimur námskeiðum í staðlotu. Námskeiðin tvö fjalla um kenningar um leik í leikskólakennslu og sköpun í leikskólastarfi og áherslan var á heilbrigði og velferð í öllum þáttum verkefna. Kennsluaðferðin sem beitt var í lotunni er leitar- og spurningamiðuð (e. inquiry-based learning, IBL), byggð á aðferð Susan Stacey (2019) og er sérsniðin að börnum að leikskólaaldri. Niðurstöður sýna að aðferðin (IBL) skilaði árangri, nemar kunnu vel að meta áskorunina sem í vinnunni fólst og lærdóminn sem þeir tóku með sér úr staðlotunni. Kennsluaðferðin opnaði augu nema fyrir því hvernig sköpun tengist leik og hvernig margt í starfi leikskóla á rætur í kenningunum sem unnið var með en fram að þessu hafði nemum þótt erfitt að tengja þetta tvennt saman.

Hróbjartur Árnason
Fimmta stoðin í menntakerfi sem styður við ævinám: Yfirlit um íslenskar rannsóknir og stefnuskjöl um málefnið

Fullorðinsfræðsla hefur á undanförnum árum æ oftar verið nefnd sem fimmta stoð menntakerfisins. Það hefur gerst með áhrifum hugmynda um að menntun sé og verði æviverkefni allra. Þessi grein er skrifuð sem innlegg í umræðu um mótun nýrra laga um framhaldsfræðslu á vegum Félags- og vinnu­markaðs­ráðu­neytisins. Hún lýsir niðurstöðum greiningar á rannsóknum á sviði fullorðinsfræðslu á Íslandi árin 1998–2023 og eru þær bornar saman við miðlæg stefnumótunarskjöl, íslensk og alþjóðleg. Um er að ræða um 20 rannsóknargreinar, um 60 meistara­verkefni og 10 stefnuskjöl. Greiningin sýnir að viðvarandi þrástef í íslenskum stefnuskjölum á þessum tíma er hækkun menntunarstigs á Íslandi og þörf atvinnulífs fyrir betur menntað fólk. Þagað er um innflytjendur og aðra viðkvæma hópa. Greining á rannsóknum og samanburður við stefnuplögg og nýjan samfélagslegan veruleika benda til að næstu lög þurfi að horfa víðar, þróa hugmyndir um ævinám og móta leiðir til að styðja við menntun fullorðinna á víðari grundvelli en hingað til.

Elva Rún Klausen, Ingibjörg V. Kaldalóns og Bryndís Jóna Jónsdóttir
„Ef andleg heilsa er ekki í lagi þá er ekkert í lagi“: Raddir nemenda um eigin velfarnað í skólastarfi

Jákvæð menntun er skilgreind sem menntun sem eykur bæði velferð og námsfærni nemenda. Hún kennir þeim færni til að auka vellíðan og hamingju auk þess að ná árangri í hefðbundnum kennslugreinum. Kern og félagar (2016) hafa um nokkurt skeið rannsakað velfarnað nemenda undir formerkjum jákvæðar menntunar. Þau settu fram EPOCH-velfarnaðarkenninguna með fimm meginþáttum sem stuðla að velfarnaði ungmenna. Þessir fimm þættir eru áhugi og innlifun, þrautseigja, bjartsýni, félagsleg tengsl og hamingja sem gleði og sátt. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvaða hugmyndir ungmenni hafa um þá þætti sem þau telja að stuðli helst að velfarnaði sínum í skólastarfi og hvort EPOCH-þættir birtist í hugmyndum þeirra, ásamt að skoða hvort aðrir þættir koma þar einnig fram. Tekin voru sex hálfopin rýniviðtöl við samtals nítján nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk í sama skóla. Gögnin voru þemagreind og er niðurstaðan sú að allir þættir EPOCH birtust í svörum viðmælenda. Því er EPOCH-velfarnaðarkenningin gagnleg til að ná utan um mikilvæga þætti í velfarnaði ungmenna.

Ingimar Ólafsson Waage
Horft um öxl: Listamaður, kennari og rannsakandi rýnir í eigin vegferð og þroskaferil í námi og starfi.

Í þessari grein, sem er persónuleg frásögn, segir frá starfendarannsókn sem höfundur framkvæmdi með það fyrir augum að öðlast betri skilning á eigin vegferð á löngum ferli í starfi sem listamaður, kennari og rannsakandi. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar byggist á hugmyndum Maxine Greene um siðferðislegt gildi kennarastarfsins ásamt mikilvægi þess að kennarar séu meðvitaðir um margbrotið hlutverk sitt og mæti áskorunum með skýráformogviljaað leiðarljósi. Til þess að svo megi verða þarf einstaklingurinn að leita leiðsagnar dygðanna, einkum og sér í lagi þeirrar yfirdygðar sem Aristóteles nefndi hyggindi. Í niðurstöðukaflanum setur höfundur þroskaferli sitt í röklegt samhengi og greinir þróun sjálfsmyndar frá listamanni, yfir í kennara og síðar rannsakanda.

Amalía Björnsdóttir, Guðlaug M. Pálsdóttir og Guðrún Ragnarsdóttir
Framhaldsskólanemar á tímum heimsfaraldurs: Námsupplifun ólíkra nemendahópa.

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif COVID-19-faraldursins á íslenska framhaldsskólanemendur en miklar áhyggjur hafa verið af áhrifum faraldursins á nám og líðan ungs fólks. Vorið 2021 var spurningalisti lagður fyrir nemendur (N= 1.306) í fjórum framhaldsskólum. Leitast var eftir því að skoða hvaða hópar fyndu mest fyrir áhrifum faraldursins og hverjum fyndist erfitt að hefja aftur hefðbundið nám innan veggja skólans. Kannað var hvort munur væri á nemendum eftir kyni, móðurmáli og menntun foreldra og hvort þeir teldu sig kljást við þætti sem trufluðu þá í námi. Niðurstöðurnar sýna mismunandi áhrif faraldursins eftir hópum. Niðurstöðurnar benda til þess að ákveðinn hópur finni sig best í hefðbundnu staðnámi, það er nemendur sem eiga háskólamenntaða foreldra, eiga íslensku að móðurmáli og kljást ekki við félagsfælni, þunglyndi, kvíða eða lesblindu sem hefur truflandi áhrif á nám þeirra. Þetta vekur upp áleitnar spurningar um stöðu þeirra sem ekki virðast finna sig í hefðbundnu framhaldsskólanámi. Brýnt er að hlúa sérstaklega að þessum nemendahópi nú þegar skólastarf er að færast í fyrra horf.

Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Steingerður Kristjánsdóttir
Innleiðing gæðaviðmiða frístundaheimila: Viðhorf stjórnenda og starfsfólks.

Í þessari grein er fjallað um niðurstöður rannsóknar á innleiðingu á gæðaviðmiðum í starfi frístundaheimila fyrir sex til níu ára börn. Markmið rannsóknarinnar er að kanna stöðu innleiðingar á viðmiðum um markmið og gæði starfs á frístundaheimilum sem voru gefin út árið 2018 af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Áhersla er lögð á að greina hvert sé meginhlutverk frístundaheimila samkvæmt stefnuskjölum og varpa ljósi á viðhorf stjórnenda og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi til innleiðingar gæðaviðmiða í daglegt starf. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að frístundaheimilum er ætlað að hlúa að félagsfærni og sjálfstrausti barna og veita þeim tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttu tómstundastarfi. Gæðaviðmiðin snúa bæði aðkerfislægum þáttumsem rekstraraðilar og stjórnvöld bera ábyrgð á, s.s. húsnæði, búnaði og þjálfun starfsfólks ogfa*glegum þáttumsem snúa að daglegu skipulagi, viðfangsefnum og samskiptum starfsfólks og barna. Niðurstöður sýna að helstu áskoranir við innleiðingu gæðaviðmiða lúta að kerfislægum gæðum.

Sérrit - Menntakvika 2023 - Netla veftímarit um uppeldi og menntun (2024)

References

Top Articles
Latest Posts
Article information

Author: Annamae Dooley

Last Updated:

Views: 5355

Rating: 4.4 / 5 (65 voted)

Reviews: 80% of readers found this page helpful

Author information

Name: Annamae Dooley

Birthday: 2001-07-26

Address: 9687 Tambra Meadow, Bradleyhaven, TN 53219

Phone: +9316045904039

Job: Future Coordinator

Hobby: Archery, Couponing, Poi, Kite flying, Knitting, Rappelling, Baseball

Introduction: My name is Annamae Dooley, I am a witty, quaint, lovely, clever, rich, sparkling, powerful person who loves writing and wants to share my knowledge and understanding with you.